Grunnbúðir 21. apríl

Fannfergi frestar uppgöngu

Grunnbúðir 21. apríl

Til stóð að Everest hópurinn legði í hann síðustu nótt. En mikið fannfergi ofar í fjallinu síðustu daga gerir það að verkum að búið er að fresta því um a.m.k. tvo daga að leggja í hann. Í gær var búnaðurinn fyrir efri hluta fjallsins gerður klár fyrir næsturgistingu ofar á fjallinum. Má þar nefna sér svefnpoka fyrir mikla hæð, dúnjakka og buxur, dýnur og fleira smálegt sem leiðangursmenn þurfa. Að auki verður flutt ofar í fjallið neyðar súrefnisbirgðir og mikið af talstöðvum og rafhlöðum.

Grúnnbúðir 21. apríl

Þótt ekki hafi snjóað mikið í grunnbúðunum sjálfum þá var um 1 metra nýfallinn snjór í 1. búðum og vafalaust ennþá meira í 2 búðum. Í veðurkönnuninni klukkan 01 um nóttina að staðartíma var töluverð snjókoma og strax ákveðið að hætta við.

Göngumaðurinn frá Venezuela, Jose Luis ásamt sínum sérhópi af fararstjórum reyndu að komast í 1. búðir síðar um nóttina en urðu frá að hverfa eftir að vera aðeins hálfnaðir í gegnum ísfallið. Fljótlega eftir að þeir komu niður í grunnbúðir var ákveðið að fara heldur ekki upp í 1. búðir á morgun, þriðjudag.  Það tók sherpana sem gengu með hluta af búnaðinum upp í 2. búðir heila 8 tíma að fara leið sem við venjulegar aðstæður tekur 3-4 tíma.

Í fréttapistli frá leiðanginum, sem finna má hér, segir Lydia ekkert komi á óvart lengur hvað varðar Everest. Það sé reyndar óvanalegt að vera fastur svona lengi í grunnbúðum vegna veðurs, venjulegast gerist það ofar á fjallinu. En hjá AC þá er öryggið sett á oddinn og alls öryggis gætts til hins ýtrasta.

Lydia og félagar að skrifa nýjasta fréttaskeytið frá AC

Í spjalli frá grunnbúðum í dag sagði Ingólfur þá Guðmund vera að jafna sig eftir veikindi, en flestir leiðangursmann eru farnir að finna vel fyrir hæðinni. Núna tekur bara við enn einn dagurinn í bið þar sem menn spila, segja sögur og reyna að skemmta hvor öðrum. Ingólfur segir að með snjókomunni og skýjuðu veðri þá hafi hlýnað á nóttunni en þegar ekki sést til sólar þá kólni verulega yfir daginn og það sé hreinlega alltaf skítakuldi. Á mánudagskvöld átti síðan að horfa á bíómynd í matartjaldinu góða og sgaði Ingólfur ekki laust við að menn væru bara spenntir fyrir því að horfa á bíó til tilbreytingar.

 

 

 

2 umælli

  1. Einar Örn says:

    Er ekki svona frítími tilvalinn til að minna sherpana á að skila vinnuseðlum.

  2. Hvergi friður núorðið – las á mbl.is um átök á Everest, vona að þið séuð til friðs ;-)

Skildu eftir ummæli