Sjá má í hvaða hæð búðirnar eru

Alvaran framundan

Sjá má í hvaða hæð búðirnar eru

Segja má með nokkrum sanni að undanfarin vika hafi verið lognið á undan storminum. Nú fer alvaran fyrir alvöru að byrja.  Samkvæmt áætlun leiðangursins er gert ráð fyrir að fara í 2 eða 3 aðlögunarferðir upp í fjallið áður en reynt verður við toppinn sjálfan. Hver aðlögunarferð tekur venjulegast nokkra daga.  Áætlunin sjálf er síðan háð ýmsum þáttum svo sem veðri, heilsu leiðangursmanna, aðlögun og því að koma aðföngum ofar í fjallið.

Sjá má í hvað hæð búðirnar eru

Í fyrstu ferðinni er gert ráð fyrir að gengið sé upp í 1. búðir í 5900 metra hæð og gist þar í tvær nætur. Það er gengið í 2. búðir í 6400 metrum. Hvíld í 2. búðum og gengið áleiðis upp í hina óárennilegu Lhotse brekku. Snúið til baka í búðir 2. og þaðan áfram niður í grunnbúðir. Í næstu ferð er farið í búðir 1, 2 og áfram upp í 3. búðir í 7300 metra hæð og gist þar. Eftir að komið er til baka í grunnbúðir er haldið áfram niður í skála töluvert neðar en grunnbúðir þar sem leiðangursmenn hvílast fyrir lokaátökin í nokkra daga.

Á vef Fjallafélagsins segir Haraldur Örn frá sinni aðlögun á fjallið sem líkist mjög því sem okkar menn mega búast við.

Eitt ummæli

  1. Kristinn Már Emilsson says:

    Já sæll. Mikil og krefjandi vinna framundan varandi hæðaraðlögun. Án efa stórkostlegt landslag hvert sem litið er hjá ykkur en hafið augun á slóðinni. Frábært að fá að fylgjast með. Sendi ykkur baráttukveðjur!

Skildu eftir ummæli