Fyrstu aðlögunarferðinnni lokið

Fyrstu aðlögunarferð Guðmundar og Ingólfs er lokið. Á aðfaranótt miðvikudags fór meginhópurinn upp í 1. búðir og svaf þar í 2. nætur áður en farið var upp í 2. búðir þar sem gist var í 3 nætur. Guðmundur kom degi á eftir og svaf því aðeins 1 nótt í 1. búðum. 2. búðir eru í um það bil 6480 metra hæð en þeir Guðmundur og Ingólfur fóru hæst í um 6800 metra hæð, upp að rótum Lhotse

Úr grunnbúðum. Everest gægist yfir öxlina á Guðmundi.

hlíðarinnar. Hann sagði umhverfið þarna vera alveg magnað.

Aðspurður sagði Guðmundur að líðanin væri eftir atvikum góð en það er alltaf eitthvað sem er að hrjá menn í svona hæð. Hann sagði gríðarlega mikinn mun á hitastigi þarna uppi og getur hitinn fallið um 10-15 gráður á tveimur mínútum eða svo. Við komuna niður í grunnbúðir í morgun sagði Guðmundur að það væri eins og að koma heim að finna tjaldið sitt kúra í urðinni. Næstu dagar verða nýttir til að slaka vel á og leyfa líkamanum að jafna sig vel. Næsta aðlögunarferð er fyrirhuguð á föstudag. Þá verður strunsað beint í gegnum 1. búðir og gist í 2. búðum í 1-2 nætur. Þá verður lagt á Lhotse hlíðina og gist í 3. búðum sem staðsettar eru í rúmlega 7200 metra hæð.

Annars er ýmislegt í gangi á Everest þessa dagana eins og sjá má í þessari frétt sem birtist á mbl.is. Einn Neplanna sem talað er um í fréttinni er einmitt í undanfarahópnum hjá okkar mönnum og meiddist hann nokkuð í andliti eftir að hafa fengið ísköggul í andlitið og þurfti að fara niður til að láta lækna huga að meiðslunum.

Eitt ummæli

  1. Fanney og Kiddi says:

    Gangi ykkur vel félagar og farið varlega !

Skildu eftir ummæli