grunnbudir

Grunnbúðir Everest

„Þrátt fyrir öll nútímaþægindin í Aðalbúðum, vorum við stöðugt minnt á að við værum í meira en 5000 metra hæð yfir sjávarmáli. Eftir stutta gönguna í messatjaldið á málsverðartímum, blés ég og másaði í margar mínútur. Ef ég settist of snögglega upp, fékk ég svima og allt snarsnerist fyrir augum mér. Djúpur og rámur hóstinn, sem ég hafði fengið í Luboje, versnaði með hverjum degi. Svefninn varð svikull, sem er algengt einkenni minniháttar hæðarveiki. Flestar nætur vaknaði ég þrisvar, fjórum sinnum með andköfum og fannst ég vera að kafna. Skrámur og skurðir greru ekki. Matarlystin hvarf, og meltingarfærunum, sem þurftu mikið súrefni til efnaskiptanna, tókst ekki að nýta sér  megnið af því sem ég neyddi ofan í mig; þess í stað fór líkami minn að hafa sjálfan sig að viðurværi. Smám saman rýrnuðu handleggir mínir og fætur, uns þeir minntu á prik.“

Svona lýsir Jon Krakauer vistinni í grunnbúðum í magnaðri bók sinni, Á fjalli lífs og dauða.

Það er alveg ljóst að það er ekkert sældarlíf að dvelja langdvölum í grunnbúðum. En reynt er að gera leiðangursmönnum lífið eins bærilegt og hægt er.  Leiðangursmenn eru lengi að heiman, 4-6 vikur, og því ekki hægt að ætlast til þess að menn dvelji við frumstæðustu útileguskilyrði allan tímann. Hver og einn leiðangur hefur sitt eldhústjald og matar- og samkomutjald.

2 umælli

  1. Jón Magnússon says:

    Brá þegar ég hóf lesturinn, en þessi lýsing var ekki frá „okkar mönnum“. Aðlögunin verður þó sjálfsagt upp og niður eins og algengast er, en við tökum því með ró. Kveðjur.

  2. Fanney og Kiddi says:

    Mikið er gott, og gaman að fylgjast með ykkur,bestu kveðjur til ykkar beggja.

Skildu eftir ummæli