Ingólfur kominn heim

Everesttoppfarinn Ingólfur kominn heim

Ingólfur Geir Gissurason kom til landsins í dag 29. maí. Það er skemmtileg tilviljun að heimkoma Ingólfs beri upp afmælisdag fyrstu staðfestu Everest toppgöngunnar.  Í  dag eru  60 ár síðan  Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay komust fyrstir manna á topp Mt. Everest.  Ingólfur er elsti Íslendingur sem klifið hefur hæsta fjall heims og jafnframt eini íslenski afinn.  Það eru 59 dagar síðan Ingólfur fór frá Íslandi í þessa miklu afreksför.

Ingólfur og Margrét kona hans

Ingólfur lenti í smá hremmingum á leið sinni á toppinn en þegar hann var í um 8700 metra hæð þá sprakk þrýstijafnari súrefniskútsins og súrefnið flæddi bara óhindrað út úr kútnum.  Ingólfur hafði heppnina með sér því Lydia Bradley (fyrsta konan sem fór á topp Everest án súrefnis en hún gerði það 1988) var aðeins fyrir neðan hann í fjallinu og var með auka þrýstijafnara sem Ingólfur fékk.

 

Fjölskyldan samfagnar við heimkomuna

Skildu eftir ummæli