Ingólfur kominn í grunnbúðir

Everestfarinn Ingólfur Geir er kominn aftur niður í grunnbúðir eftir árangursríka ferð ofar á fjallið!

Skálað við komuna niður úr ísfallinu.

Hópurinn kom úr 2. búðum í morgun og var þeim vel fagnað af leiðangursstjórn. Tekið var á móti þeim við ísröndina með fagnaðarlátum, bjór og fullt af mat og drykk.

Allir eru við góða heilsu en mikil þreyta er í mannskapnum. Eigum von á því að heyra frá Ingólfi betur á eftir, fá myndir, stuttu útgáfuna af ferðasögunni og fleira.

Okkar maður skálar fagnandi með gráa húfu og hvíta slæðu (eða hvað þetta nú er) um hálsinn.

 

 

 

 

Skildu eftir ummæli