Ingólfur "Bolt" tilbúinn að reyna við toppinn.

Ingólfur kominn í Suðurskarð

Ingólfur "Bolt" tilbúinn að reyna við toppinn.

Ingólfur Geir Gissurarson og félagar hans í Evererst 2013 hópnum eru komnir í suðurskarð 7950. Hvílt verður fram eftir degi og lagt af

Ingólfur „Bolt“ tilbúinn að reyna við toppinn.

stað á toppinn um klukkan 16 að íslenskum tíma. Tímasetningin er ekki alveg endanlega staðfest samkvæmt Önnu, Camp Manager, en Guðmundur heyrði í henni í morgun.

Þegar tímasetning brottfarar liggur fyrir munum við birta það á síðunni.

Ingólfur mun reyna að kveikja á GlobalFinder staðsetningartæki frá Pieps þegar hann leggur af stað á toppinn. Tækið notast við tvenns konar gervihnattakerfi, GPS og Iridium. Iridium kerfið er það gervihnatta fjarskiptakerfi sem næst víðast í heiminum (í raun allstaðar). Slóðin fyrir er þessi;

http://public.pieps.net/Share/Track/E1D23EADR90UHTJR

 

Suðurskarð 2012