Komnir í 2. búðir

Fréttir frá Nepal!

2. búðir og Lohtse hlíðin

Allir leiðangursmenn eru núna komnir heilu og höldnu upp í 2. búðir.  2. búðir eru staðsettar í 6400 metra hæð undir suðvesturhlíð Everest og liggur leiðin úr 1. búðum upp í 2. búðir í gegnum hinn magnaða Vesturdal sem er einhver stórkostlegasti fjallasalur á jörðinni – sjá nánar í fyrri færslu hér.

Jose Luis ásamt farastjóranum Mike Roberts gengu í dag áleiðis upp að hinni mögnuðu Lhotse hlíð til frekari aðlögunar.

Vegna tækniörðugleika eru engar myndir komnar ennþá – en fann eina í safninu sem sýnir 2. búðir með Lohtse hlíðina í baksýn.

 

 

 

5 umælli

 1. Benedikt Guðmundsson says:

  Vel gert Guðmundur, gangi ykkur vel !

 2. Fanney og Kiddi says:

  Mikið er gott Guðmundur að þú ert orðin hress,þetta er frábært hjá ykkur og gangi ykkur vel,bestu kveðjur.

 3. Hallsi says:

  Nú byrjar þetta fyrir alvöru. Maður er orðinn verulega spenntur. Kooooma svooooo!

 4. Magga og Bjöggi says:

  Góðar fréttir! Gangi ykkur félögum vel og gleymið ekki að taka lýsið ;-)

 5. Vilborg Arna says:

  Gangi ykkur vel strákar !

Skildu eftir ummæli