Samstarfsaðilar

Hátækni:  Þar versluðum við hina frábæru Sonim útivistarsíma (GSM) sem eru þeir harðgerðustu sem til eru,  vatnsheldir, höggheldir og þola mikið frost auk þess sem rafhlaða endist í allt að viku. Frábær tæki sem nýtast vel við erfiðar aðstæður í leiðangrinum og einnig hér heima í Íslensku fullorðins vetrarveðri.


Michelsen Úrsmiðir: Þar versluðum við það besta sem völ er á í útivistarúrum. Mögnuð úr með áttavita, hæðarmæli, barometer, termometer, vekjara og fleiri góðum kostum.


Fjallakofinn: Þar fengum við allan fatnað og sérhæfðan búnað til fararinnar.  Aðallega Marmot, sem framleiðir það allra besta á þessu sviði sem völ er á.  Einnig Smartwool ullarföt, Black Diamond bakpoka, ísexi, klifurbrodda, klifurbelti og fl.  Hin frábæru Frönsku háfjalla sólgleraugu og skíðagleraugu frá JULBO.   Einsaklega fagleg og persónuleg þjónusta hjá mjög svo þjónustulunduðu starfsfólki með góða sérþekkingu á þessu sviði.


Hreysti:    Í háfjallaferðum þarf að drekka mikið af vatni á hverjum degi. Allt vatn sem við drekkum þarf að bræða úr snjó og þar sem snjórinn er næringasnauður þá þurfum við að blanda næringarefnum út í vatnið. Hreysti er þjónustuaðili sem styður. Við seljum vissulega æfingatæki og fæðubótarefni, en á sama tíma erum við ráðgjafar og sérfræðingar í líkamsrækt og heilnæmi. Starfsfólk Hreysti eru  sérfræðingar í þínum þörfum. Ef þú æfir mikið þarftu miklu meira en venjulegur einstaklingur sem hreyfir sig lítið eða ekkert. Ef þú keyrir mikið þarftu mikið eldsneyti á bílinn, svo einfalt er það!


Garðsapótek: Í ferð sem þessari á eins harðneskjulegar slóðir og hlíðar Everest eru, þarf alltaf að hafa meðferðis lyf við óvæntum sýkingum eða háfjallaveikindum til vonar og vara.  Hjá Garðsapoteki fengum við bókstaflega allt sem við þurftum í lyfjamálum og tengdum vörum sem fást einungis í apotekum.  Frábær og skjót þjónusta hjá einstöku starfsfólki, sem að hluta er sjálft á fullu í útivistarmálum og hefur því rétta skilninginn á hlutunum.


Valhöll:   „Traustur Bakhjarl“
Fasteignasalan Valhöll veitir viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu með heildarlausn í huga. Valhöll er á meðal stærstu fasteignasala landsins með 11 starfsmenn, sem hafa meira en 150 ára samanlagða starfsreynslu við fasteignasölu.