Sólin skín og ferðalagið hefst

Allt lítur út fyrir það að fyrsta aðlögunarferðin upp í 1. og 2. búðir hefjist í nótt að staðartíma einhvern tímann seint á þriðjudagskvöldi að íslenskum tíma. Sólin hefur aftur sýnt sig í dag og snjókoman sem truflað hefur „samgöngur“ á

Grunnbúðir 21. apríl

fjallinu undanfarið er hætt.

Hópurinn er búinn að vera 11 daga í grunnbúðum og alla farið að klæja í fingurna að halda áfram upp fjallið.  Töfin hefur aftur á móti nýst okkar mönnum vel og hafa  þeir jafnað sig vel af veikindum sínum.

Hér má finna link af alveg mögnuðu korti af grunnbúðum, Khumbu ísfallinu og leiðinni upp Vesturdal að hluta. Hægt er að draga að og frá og fá ótrúlega góða mynd af umhverfinu.

Vefinn sem geymir þetta má nálgast hér; eða á þessum link

http://www.glacierworks.org/the-glaciers/pumori-spring-2012/

Skildu eftir ummæli